Ég held að þrír þrjóskustu menn í heimi heiti Price Waterhouse og Coopers. Fyrirtæki þessara þriggja sameinaðist einhverntíman í fortíðinni og svona var sameiningarfundurinn í aðalatriðum:
Waterhouse: Nú vantar okkur nafn á nýja fyrirtækið. Einhverjar tillögur?
Price: Hvað með PriceCoopers?
Waterhouse: Nei! ég ætla að hafa mitt nafn í þessu!
Coopers: Hvað þá með WaterhouseCoopers?
Price: NEI! mitt nafn er ekki þarna!
Coopers: Þá verðum við bara að hafa þetta PriceWaterhouseCoopers.
Price: Samþykkt.
Waterhouse: ok.
Svona varð þá bjánalegasta fyrirtækjanafn samtímans til; PriceWaterhouseCoopers.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.