fimmtudagur, 1. september 2005

Ég hef löngum haldið því fram að vinir pari sig saman eftir útliti. Þess vegna eru yfirleitt allar sætu stelpurnar saman og allt ljóta fólkið útaf fyrir sig. Ég komst þó að galla í þessari kenningu minni nýlega og set því hérmeð fram nýja kenningu sem mun valda straumhvörfum í vináttumálum. Fyrst í formúluformi:

M = ((600 - S^0,5)/100)^2 * ((21-H)^0,25))

M = mismunur á fríðasta vini hópsins og þeim ófríðasta, mældur í fegurðarstuðli Finns frá 0 - 100. Ef yfir 100 þá M = 100.
S = Stærð bæjarfélags eða bæja á svæði (T.d. Egilsstaðir og Fellabær saman).
H = Stærð vinahóps. Á skalanum 2-20.

ATH. Þessi formúla á aðeins við um vinahópi á Íslandi.

Svo í töluðu máli:

"Því fámennari staður sem vinahópurinn kemur frá og því fámennari sem vinahópurinn er, því meiri mismunur er á fallegasta og ófríðasta einstaklingi hópsins."

Tökum dæmi. Brjánn á 12 vini og býr í bæjarfélagi sem inniheldur nákvæmlega 20.000 manns. Hann fær því, með því að nota vinaformúlu Finns.tk:

M = (600 - (20.000)^0,5)/100)^2 * ((21-12)^0,25))
M = 21,0294 * 1,7321 = 36,424

Munurinn á fríðasta einstaklingi vinahóps Brjáns og þeim ófríðasta eru því 36,424 fegurðarstig.

Þar hafið þið það. Vonandi getið þið notað þetta til að gera heiminn betri en ekki í sprengjur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.