miðvikudagur, 7. september 2005

Ég er fáránlegur að svo mörgu leyti en þó sérstaklega einu sem hrjáir mig hvern einasta dag í skólanum; athyglisbrestur minn veldur því að ég reyni alltaf að gera fullt af aðgerðum í einu þegar ég hef aðeins hæfileika í að gera eina aðgerð í einu.

Núna er ég t.d. að gera verkefni í tölfræði, er að lesa DV, er með bækling frá Dell hjá mér opinn, er að blogga, spila tónlist, anda, skoða fréttir á netinu og spjalla við fólk hér í skólanum ásamt því að sitja kyrr. Það er skemmst frá því að segja að mér er ekki að takast að gera neitt af þessu með góðum hætti.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.