miðvikudagur, 7. september 2005

Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að gagnrýna. Ég er því himinlifandi núna því ég ætla að gagnrýna tvær myndir og eina plötu. Ég vara ykkur þó við; ég er óvenju jákvæður í dag:

(Ba)Sin city
Ný bíómynd sem er öll tekin upp í litlu stúdíói og unnin í tölvu. Í myndinni eru nokkrar sögur sagðar, nokkrir píndir, nokkrir drepnir og aldrei hlegið. Ein besta mynd síðustu ára að mínu mati. Stórkostleg upplifun. Fjórar stjörnur af fjórum.

Batman Begins
Myndin fjallar um hremmingar Bruce Wayne milljónamæringsins frá því hann missir foreldra sína, ferðast um heiminn sem glæpamaður og þangað til hann kemur aftur sem hinn eitilharði Leðurblökumaður. Hljómar skelfilega en er alveg merkilega góð mynd. Besta Batmanmyndin hingað til. Þrjár og hálf stjarna af fjórum.

Demon Days
Nýjasta plata Gorillaz, sem er hugarfóstur Damon Albarn, sem hefur eflaust sofið hjá helming íslenskra kvenna. Allavega, hvert einasta lag er gott á þessari plötu, flest meira að segja frábær og nokkur meistaraverk. Mæli sérstaklega með Dare, Kids with guns, O green world og restinni. Fjórar stjörnur af fjórum.

Alls 11,5 stjörnur af 12. Ég er alsæll. Ég mæli sterklega með öllu ofantöldu fyrir góða líðan.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.