þriðjudagur, 20. september 2005

Í ferð minni í Bónus í dag hugðist ég spara mér fúlgu fjár með því að versla þar hádegismatinn. Í versluninni þurfti ég að bíða í 15 mínútur í biðröð vegna pennaskorts, einhver miðaldra kelling var ósátt við verð á kartöflum og aðeins örfáir starfsmenn gáfu sér tíma til að afgreiða á kassa.
Ég met tíma minn á 7.500 krónur á klukkustund og þegar tími minn fer til einskis kemst ég í vont skap. Góða skapið mitt met ég á 12.500 krónur stykkið. Hér er því kvittunin fyrir sparferðinni í bónus:

kr. 219 - Langloka.
kr. 107 - Rís.
Kr. 98 - Extra tyggjó.
kr. 1.875 - Tími minn.
kr. 12.500 - Góða skapið varð að vondu.
kr. 14.799 Alls

Frekar dýr hádegismatur í Bónus.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.