Eftir að hafa sleppt að skrá bloggfærslu á laugardaginn síðasta og hafa orðið fyrir barðinu á paparazzi ljósmyndurum við matsölustað í kvöld (ekki spyrja) hef ég áttað mig á því að ef ég fell óvænt frá mun ég skilja sáralítið eftir fyrir ykkur, lesendur góðir, að gera.
Það má að sjálfsögðu ekki gerast og því hef ég gert þetta spjallborð fyrir ykkur sem getur lifað að eilífu, svo lengi sem ég greiði af því árlega.
Allavega, hér er nokkur byrjunaratriði sem ég vil að komi fram:
* Það þarf ekki að skrá sig til að taka þátt í umræðunni.
* Ef þú vilt hinsvegar skrá þig, smelltu hér.
* Það er í lagi að skrifa undir dulnefni.
* Skítkast er hinsvegar bannað.
* Ykkur er velkomið að skrifa ykkar eigin bloggfærslur (copy paste þessvegna), búa til kannanir eða jafnvel reyna að skapa umræður með frumlegum umræðuefnum.
* Bætið spjallinu við í favorites hjá ykkur. Það mun koma sér vel.
* Vinsamlegast hlekkjið á það og fáið amk sem flesta austfirðinga til að taka þátt.
* Veffangið er www.rassgat.org/spjall Ekki erfitt að muna.
* Hér er spjallið. Njótið.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.