Í dag er hinn alþjóðlegi úrgangsdagur þegar allir eiga að skarta því sem alla jafna er hent í ruslið. Hér eru því nokkrar hugmyndir af bloggfærslum sem eiga heima í ruslinu, aðallega vegna þess að ég nennti ekki að skrifa neitt um það:
* Ég notaði flautuna á bílnum mínum í fyrsta sinn í fyrradag þegar jeppi lagði ekki af stað á grænu. Ég er smámsaman að verða illur Reykvíkingur.
* Ég er byrjaður í World Class. Ég stefni á að verða amk 150 kg af vöðvum.
* Bíllinn minn er bilaður. Bremsuborðarnir kláruðust og ég má ekki keyra hann þangað til ég læt setja ný stykki í hann.
* Nýjir fjórfarar koma á netið daglega við lítil viðbrögð sótsvarts almúgans.
* Geðveikin, sem hrjáði mig í byrjun sumars, er algjörlega gengin til baka. Ég er orðinn heilbrigður aftur og fullkomlega hundleiðinlegur.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.