föstudagur, 12. ágúst 2005

Oft sér maður og heyrir slæmar hugmyndir að auglýsingum. Hér eru nokkrar sem ég hjó eftir:

* Staur súkkulaði auglýsingin er góð í sjónvarpi, þar sem fegurðardrottning ýmist keyrir eða hleypur á staura. Þessi auglýsing er þó jafn spiluð í útvarpi og þannig er hún óskiljanleg þar sem hún hljómar svona "Hæææ! UHHH! Staur, stendur upp úr".

* 11-11 er með fasta heilsíðuauglýsingu í Dagskrá vikunnar en það tímarit er aðeins gefið út á austurlandi. Í auglýsingunni eru matartilboð vikunnar rakin. Þetta er mesta peningaeyðsla sem ég hef heyrt um lengi þar sem 11-11 er ekki með verslun á austurlandi.

* Eitthvað sjampófyrirtækið tók upp á því að auglýsa í leikhléum á fótboltaleikjum um árið. Rándýrt auglýsingapláss og gagnlaust með öllu þar sem villimenn þvo sér ekki, hvað þá um hárið og allra síst með sjampói.

Auglýsingarnar eru þó ekki verri en svo að ég tók eftir þeim og skrifa um þær hér, sem framlengir lífi þeirra og eykur athygli. Öll athygli er betri en engin býst ég við.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.