Nýlega brá ég á það ráð að eyða aðeins hluta af smáskilaboðum sem mér berst eða um tveimur á dag í stað allra, alltaf. Í dag sá ég svo að síminn er orðinn sneisafullur af skilaboðum, með 50 stykki sem ég þarf að minnka svo ég geti tekið við fleiri skilaboðum. Síðast tæmdi ég símann 1. ágúst.
Á 20 dögum hef ég því fengið 50 skilaboð, plús hef eytt að meðaltali tveimur smáskilaboðum á dag þannig að ég hef fengið, gróflega áætlað, um 90 sms á 20 dögum. Það gera 4,5 smáskilaboð á dag, sem er ca 750% aukning frá ári síðan þegar ég kvartaði sem mest yfir vinaleysi.
Sjálfur sendi ég út um 25 smáskilaboð að meðaltali á dag til að viðhalda vinsældunum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.