þriðjudagur, 19. júlí 2005

Síðustu vikur hef ég verið að komast að "groundbreaking" niðurstöðum og í dag endanlega fékk ég staðfestingu á þeim við að hlusta á hinar svokölluðu "gleðifréttir" þeirra Ladda, Gísla Rúnars og einhvers óþekkts þriðja aðila á Bylgjunni, sem ég hlusta alla jafna aldrei á. Niðurstöðurnar eru eftirfarandi:

Laddi er ekki og hefur aldrei verið fyndinn. Hann er meira grallari en húmoristi nokkurntíman. Setningar eins og "Ooo... Laddi, grallarinn þinn!" og "Laddi þó, þú sagðir þetta nú ekki núna. Algjör prakkari!" eiga heima fyrir aftan það sem hann segir en ekki hlátur. Skrítnar raddir eru hans eina sérsvið og það er ekki nóg.

Það er ekki allt því niðurstöður mínar segja líka að öllum þeim sem finnst hann fyndinn eru vitleysingar og skal löðrunga undir eins.

Annað hvort það eða að mér finnst hann bara ekkert fyndinn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.