miðvikudagur, 20. júlí 2005

Í nótt vaknaði ég við mikinn hávaða. Þegar ég komst til meðvitundar áttaði ég mig á því að ég hafði skellt enninu á mér í gluggasylluna sem gnæfir við rúmgaffalinn hjá mér. Ekki nóg með það heldur hafði myndast glæsileg kúla á ennið á mér og sársaukinn var frekar mikill.

Þetta er ekki allt því eftir þetta höfuðhögg get ég hvorki reimt skóreimar né blótað, nema ég geri bæði í einu. Einnig fatta ég enga brandara héreftir.

Svo skar ég mig líka við rakstur í gær en það eru engar fréttir. Andlitið á mér er ekki ósvipað Bagdad í útliti eftir endalausa skurði í rökstrum síðastliðins veturs.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.