þriðjudagur, 19. júlí 2005

Fyrir nokkru síðan brotnaði undan bílnum mínum aftanverðum eitt stykki af dempara en hann þjónar þeim tilgangi að dempa skoppið á bílnum sem gormshelvítið undir honum veldur. Mér var sagt að þetta væri í lagi þar sem demparinn undir hinu dekkinu aftanverðu héldi bílnum rólegum. Þá auðvitað brotnaði hann undan og núna er ég eins og Snoop Dogg á rúntinum. En ekki lengi, bíllinn er í aðgerð og verður eins og nýr eftir nokkra tugi þúsunda króna, ef ekki milljónir.

0175-06-1977, kt 280778-4439 ef þið viljið styrkja vont málefni.

Þessi færsla sýnir fram á að ég veit heilmikið um sjálfrennireiðar eða hvað sem þetta kallast.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.