Í dag þegar ég reyndi að slappa af í sólinni í sundi datt mér í hug tvö frumvörp að lögum. Ég kann ekki að skrifa lög rétt upp þannig að ég skrifa hugmyndirnar upp hér eins og þær komu fyrir í hausnum á mér í þeirri von að einhver þingmaður lesi þetta og komi þessu áleiðis:
1. Banna skal öllum börnum eldri en 2ja ára og yngri en 15 ára að fara í sund, alltaf, allsstaðar. Engar undantekningar.
2. Þau börn, á aldrinum 2ja til 15 ára, sem komast í sund og skapa ónæði* fyrir (h)eldri sundlaugagesti án afskipta foreldra, má aflífa á hvaða hátt sem er af viðkomandi (h)eldri sundlaugargesti sem verður fyrir ónæðinu.
Ég væri sáttur ef aðeins annað þeirra næði í gegn en auðvitað mjög ánægður ef bæði frumvörpin gera það.
* Ónæði: Minnkun ánægjugildis sundarferðar viðkomandi.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.