Í morgun heyrði ég sjálfan mig segja eftirfarandi þegar kunningi minn spurði mig um framtalsgerð:
"Ef um rekstur er að ræða er rökrétt að skila af sér RSK 4.05 og í framhaldi af því RSK 4.10, nema ef um rekstur með veltu yfir kr. 500.000 er að ræða, þá skilar þú inn RSK 4.11. Ef þetta er, eins og þú segir, vegna sjómennsku þá skilar þú bara inn RSK 3.13 og málið ætti að vera dautt. Svo þarftu auðvitað að skila inn RSK 3.02 því annars getur söluhagnaður verið áætlaður á þig."
Og kunningi minn sagði "ha?"
Ég hata sjálfan mig. Ég held ég kýli sjálfan mig í magann.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.