Heimsmet var slegið í kvöld. Eftir vinnu, á leið heim til mömmu, var ég stoppaður af lögreglunni og ég sektaður um kr. 10.000 fyrir að vera kominn á Lagarfljótsbrúnna á 71 km hraða. Til gamans má geta þess að á nesinu er 70 km hámarkshraði og ég gleymdi mér um nokkra metra. Á brúnni er hámarkshraðinn 50 km. Ekki nóg með það heldur var lögregluþjónninn enginn annar en Kristleifur, körfuboltaþjálfari Hattar, sem ég hef æft með í nokkur ár. Kannski er þetta refsing fyrir að hafa ekki enn mætt á körfuboltaæfingu vegna fótmeiðsla minna. Þetta er að sjálfsögðu heimsmet í grátlega bjánalegum sektum.
Þetta er ekki allt, því í dag var einnig birt bloggfærsla eftir mig í austurglugganum. Auðvitað var versta mögulega bloggfærslan valin; þessi fyrir neðan þar sem ég hálfpartinn drulla yfir austfirðinga.
Ég viðurkenni þó auðvitað að það er ekki við neinn að sakast nema sjálfan mig og mun ég að sjálfsögðu greiða skuldina brosandi og taka við hrákum austfirðinga skellihlæjandi.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.