Ég fer brátt að ljúka átjánda vinnudegi mínum í röð án pásu, þar af eru allir nema tveir með amk 3-4 tíma í yfirvinnu. Þá eru ekki nema 22 dagar þar til ég fæ helgarfrí en það er áætlað 3. júlí næstkomandi. Ég hef komist að því að þeim mun lengur sem ég vinn án þess að taka frídag, þeim mun minna hef ég áhugavert að segja.
Einnig er það tíðara en ella að ég vakni á sérkennilegum stöðum, það blæði úr augum mínum og stundum hefur það gengið svo langt að ég hætti að skrifa í miðjum setn
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.