Í gærkvöldi braut ég odd af oflæti mínu og spilaði bandý með fallegu kvenfólki og fimum karlmönnum í íþróttahúsi Hallormsstaða. Hófst spilið klukkan ca 20:30 og áður en vissum af höfðum við spilað í tvo tíma. Með því skemmtilegasta sem ég hef gert síðan ég kom austur, fyrir utan að vinna auðvitað.
Þetta er í fyrsta skipti sem ég spila íþróttir síðan ég tognaði illilega fyrir næstum fimm vikum síðan og ber að fagna því á viðeigandi hátt; skjóta af sjálfvirkum riffli uppi í loftið og öskra eitthvað óskiljanlegt.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.