laugardagur, 25. júní 2005

Þessa dagana geng ég með lyklakippu á mér sem er ekki í frásögu færandi nema fyrir að á henni er fjallað um karakter minn útfrá afmælisdegi mínum; 28. júlí. Þar stendur orðrétt:

Fólk fætt á þessum degi hefur sterka og göfuga skapgerð. Það er fullt bjartsýni á lífið og tilveruna og lætur ekki aðra hafa áhrif á sig. Það er öfundað af öðrum vegna þessara eiginleika en jafnframt dáð og virt.

Við skulum aðeins kíkja nánar á þetta:

..sterka og göfuga skapgerð.“ Ég er mesta rola sem fyrirfinnst. Það er ekkert sterkt eða göfugt við mína skapgerð.

..fullt bjartsýni á lífið og tilveruna..“ Ég er svartsýnasti maðurinn á landinu á allt og alla.

..lætur ekki aðra hafa áhrif á sig.“ Ég lifi fyrir álit annarra. Ef fólki líkar illa við mig þá breytist ég.

..öfundað af öðrum vegna þessa eiginleika..“ Ég get lofað því að ekki nokkur maður öfundar mig af neinu.

..dáð og virt.“ Ég læt vaða yfir mig í flestu og geri allt fyrir fólk sem veldur því að fólk dáir mig hvorki né virðir.

Semsagt; ekki orð er rétt á þessari lyklakippu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.