Í dag fékk ég mína síðustu einkunn úr HR en það var fyrir stefnumótunarverkefni. Fékk ég 8 í einkunn sem gerir mig svolítið hryggan þar sem ég hef þá bara fengið 8 í einkunn á þessari önn, utan einnar sjöu. Meðaleinkunnin er 7,8 sem er örlítið fyrir ofan heildarmeðaltalið.
Mér reiknast það til að ef ég ætla mér að komast úr þessu BS námi HR með ágætis einkunn (ágætis einkunn = meðaleinkunnin 9,1 eða hærra) verði ég að ná 11,8 eða hærra í meðaleinkunn á síðustu tveimur önnum mínum. Ef ég næ því hlýt ég að komast inn á forsetalistann.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.