Þriðja lokaprófinu af fjórum var að ljúka en það var í aðgerðagreiningu og stóð ég mig ágætlega að ég held.
Allavega, ég hef ákveðið að fá mér frí í kvöld og læra þess í stað alla helgina fyrir síðasta prófið. Það er aðeins einn hængur þar á; ég man ekki alveg hvað "frí" er og hvað maður gerir við það. Allar líkur eru þó á því að þetta umtalaða "frí" sé ný áleggstegund frá osta- og smjörsölunni sem ég kaupi þá til að borða yfir lærdómnum í kvöld.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.