fimmtudagur, 7. apríl 2005

Í dag missti ég af megninu af síðasta markaðfræðitíma mínum á önninni þegar ég fékk stórkostlegar blóðnasir í miðjum tíma. Ég áttaði mig að sjálfsögðu ekki á blóðnösunum fyrr en ég var orðinn alblóðugur í framan og peysan útötuð í blóði.

Ég náði samt að snara mér fimlega úr stofunni svo lítið bæri á og þrífa mig á góðum hálftíma áður en ég snéri aftur í kennslustund til þess að heyra kennarann þakka fyrir sig.

Með því einkennilegasta sem ég hef upplifað. Þegar fyrri umferð þrifanna var lokið varð ég að taka mynd, sem þið getið séð hérna.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.