Í tuttugasta og sjötta sinn í röð er ég einn á valentínusardeginum en hann er í dag. Sem betur fer komu blómasölumenn þeim degi ekki á hérna fyrir nema um fjórum til fimm árum síðan þannig að ég hef ekki misst af miklu en þó einhverju greinilega fyrst fólk öskrar þetta sitt á hvað. Ég kýs þó að líta á björtu hliðarnar:
Ég þarf ekki að deila...
...litla rúminu mínu
...litlu sænginni minni
...litla herberginu mínu
...litlu peningunum mínum
...litla frítímanum mínum
...litlu vörunum mínum
...litla ísskápsplássinu mínu
...litlu núðlunum mínum
Þannig að ég veit ekki hvað ég er kvarta. Lífið er ljúft og deilist niður á fáa.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.