miðvikudagur, 9. febrúar 2005

Í gær eyddi ég öllum deginum að finna eina tölu í einu dæmi fyrir Fjármál II, sem svo kom í ljós, eftir að ég fann hana með sjúkum útreikningum, að skipti engu máli fyrir úrlausnina.

Í gærkvöldi neitaði hurð að álmu í HR að opnast en þar geymdi ég úlpuna mína og því var ég úlpulaus í nótt og morgun.

Í morgun náði ég svo þeim glæsilega árangri að stilla klukkuna á símanum mínum í staðinn fyrir vekjarann sem olli því að ég svaf yfir mig og vissi ekkert hvað klukkan var þegar ég loksins mætti í skólann. Mjög súrrealísk upplifun.

Þið afsakið mig því þessa dagana. Ég er svolítið utan við mig.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.