Ég er orðinn svo stressaður fyrir heljarinnar próf í mannauðsstjórnun á þriðjudaginn næsta að mig verkjar í tennurnar og er skjálfhentur. Ekki nóg með það heldur er ég líka kominn með varaþurrk af stressi ásamt hælsæri og bakverk. Ég er einnig talsvert þyrstur, var svangur fyrr í dag og langar í nammi af stressi. Þegar ég held svo að stressið geti ekki haft meiri áhrif þá fæ ég hóstakast af stressi og er nú að berjast við kvefpest.
Það er ótrúlegt hvað maður getur verið stressaður. Ég vona bara að þetta skemmi ekki fyrir próftöku minni.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.