laugardagur, 5. febrúar 2005

Í framhaldi af því að hafa rekist á Barða í Bang Gang í 11-11 verslun í fyrradag, þar sem hann starði í augun á mér svo ég hrökklaðist undan, hef ég ákveðið að birta lista yfir þrjá svölustu kappa sem ég þekki til. Reyndar, þegar ég hugsa um það, þá finnst mér engir nema þessir menn svalir.

3. Barði í Bang Gang, tónlistar og útvarpsmaður. Rífandi húmoristi en þegir þegar hann hefur ekkert að segja. Klæðist bara svörtu og fer það honum einstaklega vel.

2. Guðmundur Steingrímsson, heimspekingur, pistlahöfunur á fréttablaðinu, þáttastjórnandi á skjá einum og rithöfundur. Rífandi húmoristi og er með puttana á púlsinum. Hefur allar réttar pólitískar skoðanir. Klæðist bara svörtu og fer það honum einstaklega vel.

1. Nick Cave, tónlistarmaður og rithöfundur. Sjúkur laga og textahöfundur, hæfilega þunglyndur og stórkostlega ófríður. Klæðist aðallega svörtu og fer það honum einstaklega vel.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.