laugardagur, 12. febrúar 2005

Þegar ég var lítill sór ég þess eið að aldrei nokkurntíman gera neitt af eftirfarandi:

* Safna skeggi
* Drekka vín / verða fullur
* Reykja

Allt annað kom til greina. Ég hef þó nú strax, 5 árum síðar, brotið tvö af þessum loforðum þar sem ég hef safnað skeggi og drukkið vín og nóg af því. Ég mun þó aldrei nokkurntíman, undir neinum kringumstæðum reykja enda er þar um viðbjóðslegan og afar óaðlaðandi ávana að ræða.

Ennfremur hélt ég, um svipað leiti, að þotur væru vélar til að búa til ský þegar var of heiðskýrt. En það er allt önnur saga sem ég fer ekki nánar í hér af ótta við að verða fyrir stríðni.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.