sunnudagur, 27. febrúar 2005Cheers is filmed before a live studio audience.


Stærsta hrós ársins fær Skjár 1 fyrir að ætla að sýna alla Staupasteinsþættina, einn á dag, næstu árin býst ég við. Þetta eru bestu gamanþættir allra tíma og löngu tímabært að láta þessa friends glápandi, snakkétandi, kókdrekkandi, tölvuleikjaspilandi, óþolandi hávöxnu og húmorslausu XL-kynslóð (ekki illa meint) kynnast alvöru gamanþáttum.

Ég vænti þess að skjár einn fái menningarverðlaun einhverskonar fyrir þetta frábæra útspil, ef ekki nóbelsverðlaunin.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.