fimmtudagur, 17. febrúar 2005

Í Bónus áðan tafði miðaldra kelling mig um 15 mínútur við kassann en það var einmitt tíminn sem hún eyddi í að nöldra í 13 ára afgreiðslustelpunni yfir því að borga 599 krónur fyrir túlipana sem hún hélt að ætti að kosta 399 krónur, þegar hún var með vörur sem kostuðu alls um 10.000 krónur. Hún mat semsagt orðspor sitt upp á 200 krónur. Svona eru miðaldra kellingar.

Allavega, ég fékk nóg undir lokin, reif úr henni hjartað, át það, skilaði samlokunni og keypti bara florida appelsínusafann.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.