föstudagur, 21. janúar 2005

Loksins loksins. Tölfræðin varðandi kvikmyndaáhorf mitt á síðasta ári er komin í hús frá Svíþjóð þar sem sænskir vísindamenn verkuðu upplýsingarnar í margmilljón króna forritum til þess eins að gera þær áhugaverðar fyrir ykkur. Allavega, gjörið svo vel;





* Alls áhorfðar myndir: 37
* Myndir að meðaltali á mánuði: 3,1
* Áhorfðar myndir á vorönn: 18 / avr: 4,5
* Áhorfðar myndir á haustönn: 5 / avr: 1,7
* Áhorfðar myndir í sumarfríinu: 10 / avr: 2,5
* Áhorfðar myndir í jólafríi: 4 / avr: 4,0

Út frá þessu má draga þá ályktun að vorönn hafi verið mun auðveldari en haustönn þar sem ég horfði á sárafáar myndir á haustönn. Einnig má til sanns vegar færa að ég hafi verið býsna upptekinn í sumar og aðeins séð 10 myndir á þeim, hér um bil, fjórum mánuðum sumarsins.





Yfirleitt dreg ég þá ályktun að ég sé sjúklega sérstakur og því oftar en ekki erfitt að spá fyrir hvað ég segi um hverja bíómynd. Annað segir Excel þó. Forritið hefur fundið fylgni milli skoðanna minna og skoðanna almennings á kvikmyndavefnum imdb.com. Fylgnin er þannig að fyrir hverja stjörnu sem ég gef má margfalda hana við 0,5659 og bæta 5,9151 við til að fá ca það sem imdb.com notendur gefa, eins og þið sjáið augljóslega að ofan.

Ég hef ekki orku í að skrá fleiri niðurstöður.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.