Í gær, bóndadag, fékk ég eina heila bóndadagskveðju. Þarmeð hafa bóndadagskveðjur til mín aukist um endalausa prósentu þar sem þetta var sú fyrsta. Ég er samt sem áður býsna súr yfir þessu þar sem ég þekki reiðinnar býsn af stelpum og allar verða þær fúlar ef ég óska þeim ekki innilega til hamingju með konudaginn sem er eftir mánuð. Margar hverjar vilja þær meira að segja gjafir, en ég sekk ekki svo djúpt.
Ég mun því í ár aðeins óska einni stelpu til hamingju með daginn eftir mánuð og vona að þið hinar munið eftir þessu næst, annars slít ég öll tengsl við ykkur.
Annars er mér sama um þennan tilbúna blómasöludag. Örugglega hundleiðinlegt að fá fullt af kveðjum hvort eð er.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.