miðvikudagur, 12. janúar 2005

Í ljósi þess að í gær fékk ég rétt rúmlega 36 klukkutíma til að undirbúa 20 mínútna fyrirlestur með félögum mínum í stefnumótun þá hugsa ég að frí verði tekið frá blogginu í dag. Þess vegna kemur hér könnun sem fær að lifa út daginn.

Það vita það allir að ég er ekki ungur maður lengur. Ég get þó orðið eldri, þótt ótrúlegt sé og þá er óhjákvæmilegt að velta fyrir sér hvernig ég muni líta út sem heldri maður. Ég hringdi í sænsku vísindamennina og þeir snöruðu fram fimm spám um það hvernig ég muni eldast. Ég bið ykkur hérmeð að kjósa þá mynd sem rétt lýsir mér í framtíðinni og mun ég keppast að því að líkjast þeirri mynd þegar fram líða stundir. Takk. Smellið á titla myndanna til að sjá þær í nýjum glugga og kjósið svo fyrir neðan.

Mynd númer 1

Mynd númer 2

Mynd númer 3

Mynd númer 4

Mynd númer 5

Kjósið hér (Í þetta skiptið getið þið kosið margar myndir í einu ef þið getið ekki ákveðið ykkur):




0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.