Einkaminnispunktar sem ekki mega fara á bloggið!
* Aldrei nokkurntíman, undir neinum kringumstæðum, segja frá því þegar þú fórst í klippingu í dag og karlamaður þvoði þér um hárið. Ef upp kemst um atvikið, ljúga einhverju um að ég hafi ælt, brjálast og/eða gengið út.
* Fá mér tattoo til að bæta upp fyrir hárþvottinn.
* Ekki segja fólki frá því hversu illa mér gekk í GARS prófinu, þrátt fyrir gríðarlega lærdómslotu síðustu daga. Gæti skaðað mannorð mitt.
* Ekki skrifa um drauma mína. Það hefur ekki nokkur maður áhuga á því að lesa drauma annara.
* Ekki segja frá þeim sjö gráu hárum sem ég hef fundið á hausnum síðustu daga. Vinsældir mínar hjá stelpunum gæti farið niður fyrir núll.
* Ekki velja 'publish post' eftir að hafa skrifað þetta heldur 'save as draft'!
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.