Ef það er eitthvað sem fær mig til að brosa, svo glitti í tennurnar, þá eru það eftirtalin atriði:
* Að borða skúffuköku
* Áfengisneysla
* Þegar ég held að það sé eitthvað fast í tönnunum á mér
* Að spila körfubolta
* Þegar einhver skrifar eitthvað um mig á sínu bloggi
Nýlega uppgötvaði ég, á meðan ég borðaði skúffuköku með vodkaslettu eftir að hafa spilað körfubolta í allt gærkvöld, að snillingur einn að austan hefur hafið blogg. Ekki nóg með það heldur nefndi hann mig á nafn í síðustu færslu sinni í sjötta sæti sem maður ársins 2004. Allir á kíkja á Inga Val Valgarðsson og hans blogg. Hann fær einnig hlekk hér til hliðar um leið og ég er búinn að losa skúffukökuna sem er föst á milli tannanna á mér.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.