Í dag verslaði ég vörur, sem ég hef lengi þurft á að halda, fyrir andvirði þjóðarframleiðslu lítillar þjóðar. Með öðrum orðum; ég var að fá LÍN lánið "greitt".
Í öllum þessum kaupum gerði ég bestu kaup allra tíma; steikingarpönnu á 300 krónur í IKEA. Ég er rétt farinn að trúa því að þetta hafi verið rétt verð núna, 5 tímum eftir kaupin, en þegar kaupin áttu sér stað hljóp ég út öskrandi úr hlátri um leið og ég hafði kvittað á debetkortafærsluna.
Á morgun; tölfræði varðandi kvikmyndaáhorft mitt á síðasta ári. Mætið eða verið ferningar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.