fimmtudagur, 6. janúar 2005

Aldrei áður hefur jafn hatrömm barátta við kvefpestina verið haldin. Ég hef nú gert allt til að losna mig við þessa veiru sem lagðist á mig um leið og ég sté úr flugvélinni, þegar ég kom til Reykjavíkur í alkuli.

Hér er rekstrarreikningurinn:

Tekjur
Andvirði kvefleysis (metið)... kr. 4.000.000
Alls tekjur... kr. 4.000.000

Gjöld
Tebollar... kr. 450
Hálstöflur... kr. 930
Sólhattstöflur... kr. 972
Lýsistvenna... kr. 482
Clarityn ofnæmislyf... kr. 878
Úlpa... kr. 19.985
Alls gjöld... kr. 23.697

Hagnaður fyrir afskriftir og skatta... kr. 3.976.303.

Þar höfum við það. Ég barðist við kvefið og ég vann.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.