þriðjudagur, 12. október 2004

Það rekur hver lægðin aðra í mínu lífi. Í gærkvöldi áttaði ég mig á því að þrjár lægðir eru yfir mér þessa dagana. Þær eru eftirfarandi:

1. Körfuboltalægð eftir að hafa beðið afhroð á körfuboltaæfingu gærkvöldsins.
2. Blogghugmyndalægð. Veit sjaldnast hvað ég á að skrifa um þessa dagana.
3. Djúp og viðvarandi námslægð sem sannaðist með fimmunni sem ég sagði frá í gær.

Venjulegt fólk færi í aukalægð sem kennd er við geðheilsuna við þessar raðlægðir en ekki ég. Ég lít svo á að í kjölfar þessara lægða mun koma mikil hæð í kvennamálum með smá skúrum og hvassviðri.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.