þriðjudagur, 12. október 2004

Alltaf finnst mér það jafn stórkostlega hlægilegt þegar fólk í sama herbergi og ég á þriðju hæð háskóla Reykjavíkur biður mig um að líta eftir tölvunum sínum á meðan það skreppur í burtu. Ég ákvað, að gamni mínu, að reikna út bjartsýnustu líkur á því að einhver reyndi að stela tölvu úr þessi herbergi á þriðju hæð.
Ég læt Reykjavík vera yfirfulla af þjófum þar sem annan hvern dag einhver komist inn og reyni að stela tölvu. Þjófurinn kemst einnig inn um allar læstar dyr þar sem þarf lykilkort til að komast inn. Einnig læt ég þjófinn vera tilviljunakenndan í ákvörðunartöku, sem á oftar en ekki við þar sem umræddur er jú snarheimskur þjófur, og þannig eru jafnar líkur á öllum ákvörðunum:

Líkur á því að þjófurinn mæti í dag: 1:2
Líkur á því að hann fari vinstra megin í anddyrinu: 1:2
Líkur á því að hann fari í lyftu: 1:5
Líkur á því að hann velji 3ju hæð: 1:5
Líkur á því að hann fari hægra megin þegar úr lyftu er komið: 1:4
Líkur á því að hann rambi á þessa stofu: 1:11
Hér eru líkurnar komnar upp í 1:4400 eða 0,023%.

Líkurnar á því að enginn sé í sömu stofu: 1:5 þar sem það er frekar þröngt í þessum skóla.
Líkurnar á því að myndavélar skólans hefðu misst af honum: 1:20 (Gróflega áætlað á bjartsýnan hátt fyrr þjófinn).
Líkurnar á því að hann komist út með tölvuna óáreittur: 1:2 (Gróflega áætlað).

Með áætluðum líkindareikningi má segja að líkurnar á því að tölvu sé stolið úr herbergi af þriðju hæð og að ræningi komist upp með það í þjófóðri borg séu: 1:880.000 eða 0,00011% líkur.

Til gamans má geta þess að líkurnar á því að vinna 5 rétta í lottói eru 1:501.942.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.