Minn helsti keppninautur hefur einhvernveginn náð auglýsingasamningum víðsvegar þannig að erfiðlega gengur að lesa bloggið hans. Mér finnst ég ekki vera minni maður og því hef ég gert minn fyrsta opinbera auglýsingasamning upp á grjótharða peninga.
Auglýsingarnar birtast fyrir ofan bloggið og munu gera mig að þúsundamæringi ef allar áætlanir standast. Ef þær hinsvegar standast ekki mun ég fleygja þeim í sama haug og spjallborðið, chatboxið, gömlu gestabókina og nokkrum óviðeigandi og/eða leiðinlegum ummælum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.