Skemmtanagildið gefur hæst 100, lægst 0
Þessi mynd sýnir að fyrir hverja 10 gesti sem bætast við lækkar skemmtanagildið umtalsvert!
Eins og sjá má er talsverð fylgni á milli fjölda daglegra lesenda og skemmtanagildi þessarar síðu. Því fleiri sem koma og lesa, því leiðinlegri verð ég og ófrumlegri.
Fólk hættir að lesa síðuna ef hún er leiðinlegri sem gerir hana skemmtilegri, sem dregur fólk á síðuna sem svo aftur gerir hana leiðinlegri og svo framvegis. Einhvern daginn mun myndast jafnvægi á þessum markaði eða að ég myndi með mér meira taugaþol og verði ónæmur fyrir fólksfjölda. Þá verð ég þó löngu hættur að blogga.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.