Hér er listi yfir ólíklegustu hluti sem geta gerst á Íslandi þessa dagana:
Vinna í lottói
1 á móti 501.942.
Röðin kostar 75 krónur.
Vinningur: frá kr. 1.000.000 - 30.000.000.
Vinna 12 rétta í 1x2
1 á móti 531.441.
Röðin kostar 10 krónur.
Vinningur: frá kr. 500.000 - 20.000.000.
Að ég fái 10 í tölfræðiprófi
1 á móti 977.993
Önnin kostar 99.000 krónur.
Vinningur: Ánægjan.
Að ég finni fjársjóð
1 á móti 2.202.664
Kostar: ekkert.
Vinningur: Endalausir peningar.
Vinna jackpot í spilakössum landsins
Engar líkur.
Kostar: Konu og börn.
Vinningur: kr. 500.000 - 1.000.000.
Auðvitað þurfti ég að vinna það sem hefur ekkert með pening að gera. Mín heppni.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.