sunnudagur, 17. október 2004

Hér er hugmynd fyrir kringluna sem ég myndi kíkja á. Ég er meira að segja búinn að semja auglýsinguna fyrir kringlueigendur sem þeir mega nota án þess að greiða mér fyrir:

"Krakkalausir dagar í Kringlunni alla sunnudaga
Á sunnudögum héreftir eru krakkafífl bönnuð í kringlunni svo hægt sé fyrir fullorðna fólkið að komast á milli staða án þess að stórslasa sig eða litlu ófétin. Þeir sem mæta með börn er umsvifalaust vísað á dyr.
Þessi ákvörðun var tekin í ljósi þess að drengur einn úr HR missti stjórn á skapi sínu og lét reiði sína bitna á barnahóp einum og foreldrum þeirra eftir að litlu kvikindin þvældust ítrekað fyrir honum."

Reykvískir foreldrar hafa misst alla stjórn á afkvæmum sínum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.