sunnudagur, 24. október 2004

Í gærkvöldi leigði ég mér myndina Big Fish og gleymdi henni á videoleigunni. Hún var þó sótt skömmu seinna, býsna vandræðalega.
Myndin var ágæt fyrir utan þá staðreynd að ég sofnaði áður en ég gat séð hana. Þegar ég svo vaknaði hljóp ég af stað í skólann, með það að markmiði að læra fram á kvöld þannig að ég skilaði henni, óáhorfðri.

Þetta er versti DVDleiguárangurinn minn hingað til. Ég vona að ég eigi ekki eftir að bæta þetta býsna slappa met.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.