mánudagur, 18. október 2004

Þá er sunnudagurinn liðinn og ég get örugglega sagt að þessi dagur hafi verið uppriðinn. Eftir vægast sagt hræðilegan laugardag, þar sem ég m.a. tapaði öllum mínum leikjum á körfuboltaæfingu og trylltist, ákvað ég að reyna að einbeita mér að náminu í dag og jafnvel hlusta á einhverja tónlist.

Eftir daginn hef ég náð að lesa einn og hálfan kafla fyrir tölfræðiprófið og hlustað á þetta lag (textinn við það) tuttugu og einu sinni eftir að hafa uppgötvað það upp úr hádegisbilinu. Ég hef þó engar áhyggjur þar sem það eru rúmir fjórir tímar eftir af nóttinni og ég get örugglega hlustað á það tíu sinnum í viðbót

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.