föstudagur, 8. október 2004

Eftir ca klukkutíma fer ég í próf í Gerð og greining ársreikninga, sem væri ekki í frásögu færandi nema fyrir það að ég er svo innilega kolfallinn á því. Ég get þó huggað mig við það að það gildir aðeins til hækkunar um 10%. Þetta verður í fyrsta sinn sem ég fell í prófi hér í skólanum og finnst mér það býsna skítt þar sem ég hef lesið eins og geðsjúklingur síðasta rúmlega sólarhring, bara vitlaust efni. Mistökin eru til að læra af þeim, andskotinn hafi það.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.