þriðjudagur, 19. október 2004

Þarna datt ég í lukkupottinn. Þessa dagana er ég að kljást við eftirfarandi langanir:

* Detta í það.
* Drepast við pylsusölubás.
* Biðja um nágrannalagið í óskalag hjá hljómsveit sem dýrkar nágranna.
* Ganga við hlið sótsvarts almúgans eins og ekkert væri sjálfsagðara.

Komandi helgi er þetta víst allt hægt því þá koma Keane til landsins til að spila á Airwaves, vísindaferð verður farið frá HR á föstudaginn, ég á heljarinnar áfengismagn í ísskápnum heima og á og við Laugarveginn er bæði allt fullt af sótsvörtum almúga og pylsuvögnum.

Fylgist með fréttunum á sunnudagsmorgun, nánar tiltekið fréttina um skammarlegt framferði háskólanema í miðbænum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.