fimmtudagur, 9. september 2004

Síðustu daga hef ég barist hatrammri baráttu við auglýsingaforrit sem réðust inn í tölvuna og sögðu hana sína. Ég sendi eftirfarandi forrit á innrásaherina:

* Adaware
* Spyware blaster
* Search & Destroy
* Hijackthis!
* Trend Micro vírusvörn

Einnig reyndi ég fjöldan allan af öðrum forritum sem virkuðu ekki og eyddust sjálfkrafa út. Síðasta tilraun mín var að öskra eins hátt og ég gat en undir lokin gafst ég upp og skipaði ég öllum mikilvægu skjölunum að forða sér í björgunarbáta á meðan ég formattaði tölvuna enn eina ferðina.

Í kjölfarið keypti ég forrit í fyrsta sinn um ævina; windows XP er mitt fyrir aðeins 2.000 krónur og ég fær í flestan sjó.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.