föstudagur, 30. júlí 2004

Þá held ég að mér sé óhætt að hefja 26. kaflann í lífi mínu. Hann ber heitið "Jákvæða grænmetisætan sem blótaði ekki" og byrjar svona:

"Það var á heitu sumarkvöldi að Finnur.tk ákvað að minnka kjötneyslu sína til mikilla muna um leið og hann reyndi að halda aftur af blótsyrðunum sem sífellt ásóttu hugsanir hans og setningar. Það gat hann þó aðeins gert með því að vera jákvæðari en hann hefur verið hingað til og ef það var það sem þurfti var hann tilbúinn að fórna neikvæðninni sem annars hafði verið heillandi vörumerki hans sem allar stelpurnar elskuðu."

Næsti kafli mun að öllum líkindum heita "Versta helvítis hugmynd allra tíma að baki og önnur slæm örugglega framundan".

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.