Þá er að ljúka einni mestu letihelgi sem ég hef um ævina upplifað. Ég hef gert eftirfarandi þessa helgi:
* 6 tímar í sundlaug Egilsstaða.
* Sofið í rúmlega 18 tíma.
* Legið og horft á sjónvarp: 3 tímar.
* Legið og horft upp í loftið: 12 tímar.
* Bloggað í 2 tíma.
* Vafrað á netinu 1 tími.
* Reynt að muna hvað ég ætlaði að gera næst: 5 tímar.
* Munað hvað ég ætlaði að gera næst og ákveðið að nenna því ekki: 1 tími.
Á morgun heldur svo lífið áfram, með 20 stiga hita og nakinn mánudag.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.