fimmtudagur, 29. júlí 2004

Þá er afmælisdegi mínum lokin en í gær breyttust viðbrögð fólks við því ef ég myndi deyja í hræðilegu bílslysi úr "Æ, hann var svo ungur og efnilegur" í "Æ... hvað er annars í sjónvarpinu í kvöld?". Ég segi því eins og Rolling Stones á þessum tímamótum "Þvílíkur klæðskiptingur það er að verða gamall".

Skemmtilegt samtal átti sér líka stað í fyrradag þegar ég var enn bara 25 ára. Ég sat í sófanum heima hjá mömmu og las fréttablaðið og:
Finnur.tk: "Heyrðu mamma..."
Mamma: "Já?"
Líða ca tíu sekúndur
Finnur.tk: "Varstu að segja eitthvað?"
Mamma: "Nei, þú sagðir 'heyrðu mamma'"
Finnur.tk: "Ó. Ég man ekki eftir því".

Vill einhver vinsamlegast hjálpa mér?

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.