þriðjudagur, 20. júlí 2004

Í dag fékk ég merkilegt bréf. Í því stóð að ég hefði fengið inn á stúdentagarða, eitthvað sem ég hélt að væru álíka miklar líkur á og að vinna í bandarísku lottói án þess að taka þátt. Ég mun semsagt búa í herbergi 104 næsta vetur að Skipholti 27.

Næst á dagskrá er að hætta að æla blóði af stressi yfir íbúðarmálum næsta vetur og byrja aftur að hafa áhyggjur af peningum.

Allavega, maturinn kallar. Ætla að drepa hann og éta.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.